Karellen

Veikindi Barna

Foreldar eru beðnir um að tilkynna veikindi eða önnur forföll í gegnum Karellen appið eða í síma 512-1530. Ekki er nauðsynlegt að ná sambandi við viðkomandi deild starfsmaður sem svara í símann sér um að koma skilaboðum áleiðis.

Leikskólar eru ætlaðir frískum börnum. Veikist barnið skal það dvelja heima þar til það er tilbúið til að taka þátt í öllu starfi leikskólans jafnt úti sem inni. Miðað er við að barnið sé hitalaust kvöldið áður en það kemur.

Í undantekningartilvikum getur barnið fengið að vera inni í 1-2 daga eftir veikindi. Með undantekningartilvikum er átt við langvarandi eða síendurtekin veikindi. Annars er partur af okkar daglega starfi unnin úti og ef börn geta ekki tekið þátt í því er best að halda þeim heima.

Ef barnið þarf að taka lyf er mikilvægt að haga lyfjagjöf þannig að þau séu gefin heima nema annað sé nauðsynlegt.


© 2016 - 2024 Karellen