Karellen

Grunngildi leikskólans eru: Virkni og vellíðan.

Til þess að börnin geti blómstrað í leikskólanum þarf þeim að líða vel. Þar er grunnurinn lagður. Þátttaka og virkni þeirra í öllu starfi leikskólans verður höfð að leiðarljósi og gengið út frá því að þau hafi eitthvað til málanna að leggja um allt sem varðar þeirra mál.

Til þess að börnin geti blómstrað þarf gott starfsfólk sem er tilbúið að taka þátt í mótun og uppbyggingu starfsins. Í sameiningu sköpum við menningu þar sem öllum líður vel, börnum, starfsfólki og foreldrunum.

© 2016 - 2024 Karellen