Karellen

Fatnaður barna

Mikilvægt er að fatnaður barna sé þægilegur. Í leikskólanum vinnum við með ýmis efni s.s liti, lím og málningu sem getur farið í föt barnanna þrátt fyrir að þau séu í svuntum, vinsamlegast takið tillit til þess. Reynslan hefur sýnt okkur að merkt föt skila sér betur. Hugmyndir af útifötum og aukafötum í hólfið:

Aukaföt

Sokkar - nokkur pör
Nærbuxur - nokkrar
Gammósíur / sokkabuxur
Buxur
Bolur
Peysa


Útiföt

Regngalli
Kuldagalli
Stígvél og kuldaskór
Hlý peysa og hlýjar buxur
Húfa
Vettlingar
Ullarsokkar


Gott er að taka tösku eða poka föstudögum því að öll útiföt eru tekin heim á föstudögum. Gott er að yfirfara aukafata boxið og útifötin svo allt sé til staðar eftir helgina.

© 2016 - 2024 Karellen