Karellen
news

Útskriftarferð

13. 07. 2023

Útskriftarhópur Akra 2023, sem telur 22 börn af Engi og Mýri, fór í bráðskemmtilega útskriftar-/vísindaferð 17. maí síðastliðinn. Stefnan var tekin á þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði þar sem leiðbeinandi setursins kom um borð í rútuna og fór síðan með okkur í fjöruferð við Garðskagavita. Í fjörunni rannsökuðum við lífríkið drjúga stund og héldum síðan í þekkingarsetrið þar sem við nærðum okkur.

Síðan fórum við um dýra-, sjávar- og hafsbotns-lífríkis-safnið, sem er jafnframt fullbúin rannsóknarstofa og drukkum í okkur fróðleik um lífverur fjörunnar. Eftir það fengum við sögulega fræðslu um mannlíf og örlög í tengslum við svæðið og hafið. Það má með sanni segja að við komum reynslunni ríkari úr þessarri för. Það var líka gaman að ferðast með þessum snillingum sem eru svo sannarlega tilbúin að taka næstu skref á menntabrautinni.

© 2016 - 2024 Karellen