Karellen
news

Sumar á Lyngi

20. 07. 2023

Eftir að líða fór að sumrinu hefur börnum fækkað í leikskólanum og hefur verið fámennara en vissulega góðmennt. Börnin á Lyngi hafa brallað margt skemmtilegt síðustu daga í sannkallaðri veðurblíðu. Það var mikið leikið sér með vatn og sullað. Veggir, pallur og gluggar voru málaðir með vatni með ýmist pennslum, svömpum og höndum. Þau bjuggu til drullumall þar sem hreinlega var blandað saman mold og vatni og þau fengu að mála með pennsli eða höndunum á papparúllu sem var hengd við veggi leikskólans. Börnin fengu einnig það verkefni að höggva í stóran klaka með skeiðum til að reyna losa hin ýmsu leikföng sem leyndust í klakanum. Einnig var haldið af stað í átt að Hofstaðarskóla á ærslabelginn og rólóvöllinn sem þótti mjög skemmtilegt og mikið stuð.

© 2016 - 2024 Karellen