Karellen
news

Bóndadagur - Þorrablót Akra

21. 01. 2022

Í vikunni vorum við að undirbúa þorrablótið með því að mála og búa til "kórónur" fyrir þorrablótið okkar. Við sungum svo þorralög í samveru fyrir matin í hádeginu. Aðalrétturinn var slátur með rófustöppu og svo var líka, rúgbrauð, flatbrauð með hangikjöti, sviðakjammi, Hákarl, harðfiskur svo eitthvað sé nefnt. Það var misjafn áhugi fyrir því að smakka hákarlinn en mörg smökkuðu þó þó hann hafi ekki alveg farið niður en svo voru líka nokkur sem fannst hákarlinn æði og báðu um meira og meira :-)

Fleiri myndir eru inn á Karellen.

© 2016 - 2022 Karellen