Karellen
news

Músagangur á bókasafninu

13. 07. 2023

Í vor fengum við fyrirspurn frá Bókasafni Garðabæjar hvort áhugi væri fyrir því að elstu börnin í skólanum hefðu aðkomu að Barnamenningarhátíð í safninu í apríl. Við létum ekki segja okkur það tvisvar og urðu heimsóknirnar þrjár áður en yfir lauk. Í fyrsta skiptið til að búa til listaverkið "Músagangur á bókasafninu". Annað skiptið til að setja sjálfa Barnamenningarhátíðina og klippti fulltrúi barnanna okkar hátíðlega á borða, ásamt bæjarstjóranum. Við það tækifæri sungu börnin okkar lag sem þau höfðu æft fyrir tækifærið og voru í alla staði til mikils sóma. Í þriðju heimsókninni fengu þau svo dæmigerða bókasafnskennslu og tóku að lokum listaverkið sitt með sér heim. Það er sko gaman að vera á ferðinni með þennan glæsilega hóp.

© 2016 - 2024 Karellen