Karellen

Texti Sögupokar - þróunarverkefni

Ágústa Kristmundsdóttir, sérkennslustjóri

Harpa Kristjánsdóttir, deildarstjóri

Í mars 2015 sóttu tveir starfsmenn leikskólans um styrk til Þróunarsjóðs leikskóla í Garðabæ. Þróunarverkefnið felur það í sér að útbúa sögupoka og leiðbeina við notkun þeirra.

Markmið

Markmið verkefnisins er að útbúa skemmtilegt og lifandi námsefni fyrir börn á leikskólaaldri og samþætta sem flesta þætti sem okkur ber að vinna með í leikskóla samkvæmt aðalnámsskrá leikskóla.

Akrar eru nýr leikskóli og við höfum verið svo heppin að fá ungt frábært fólk til að vinna hjá okkur sem eðlilega vantar reynslu og vonum við að þetta efni verði aðgengilegt og allir nýti það. Eitt af markmiðunum er líka að miðla okkar reynslu til annarra starfsmanna hér á Ökrum. Þetta námsefni hentar einnig mjög vel fyrir börn af erlendum uppruna og börn með sérþarfir.

Markmið sögupokanna eru einnig:

 • Efla almennan orðaforða
 • Markviss málörvun
 • Orðaspjall
 • Auka orðaforða
 • Bókstafir
 • Stærðfræði
 • Tölustafir
 • Litir og form
 • Ýmis hugtök
 • Auka lesskilning
 • samræður – frásögn – tjáning
 • Samskiptareglur – skiptast á – einn talar í einu
 • skoða – snerta – lykta
 • Aukin ályktunarhæfni
 • Heimspeki
 • Þulur og söngur
 • Jákvæð upplifun af lestri bóka, samveru- og sögustundum

Framkvæmd


Ákveðið var að útbúa 8 sögupoka

 • 4 fyrir eldri aldurshópa leikskólans
  • Greppikló
  • Regnbogafiskurinn
  • Gullbrá og birnirnir þrír
  • Lína langsokkur
 • 4 fyrir yngri börnin
  • Kæri dýragarður - Dear Zoo
  • Geiturnar þrjár
  • Gráðuga lirfan - The very hungry caterpillar
  • Aparáðgáta – Monkey puzzle

Gerð var könnun meðal starfsfólks hvaða ævintýri væri spennandi að taka fyrir og tekið mið að því þegar sögurnar voru valdar.

Innihald sögupokanna

 • Bókin
 • Handbrúður, fingrabrúður, aðrir hlutir sem tengjast sögunni
 • Leiðbeiningar um notkun
 • Náms- og kennsluefni sem tengist sögunni:

- Spurningar

- Rím, samstöfur, samsett orð, orðaskýringar, fyrsta hljóð

- Tölur og talnagildi

- Litir og form

- Hugtök

- Heimspeki

Hugmyndir um notkun

 • Hvert ævintýri er hægt að nota á margvíslegan hátt
 • Efnið er hægt að nota í margar stundir, t.d. þema í hópastarfi og tengja við aðra þætti sem er verið að vinna með hverju sinni á deildinni.
 • Hægt að nota í samverustundum, hópastarfi, söngstundum og einnig í leik undir handleiðslu kennara.
 • Auðvelt að aðlaga efnið að aldri og þroska
 • Notkun með börnum með sérþarfir
 • Notkun með börnum með tvö eða fleiri tungumál
 • Sagan lesin/sögð – persónur kynntar
 • Leikræn tjáning
 • Börnin segja söguna
 • Myndlist – t.d. teikna, mála
 • Stærðfræði
 • Markviss málörvun
 • Söngvar sem tengjast efni sögunnar
 • Setjum upp hugmyndir af stundum sem er síðan hægt að vinna með áfram
 • Einnig hægt að vinna með hverja stund sjálfstætt

Ávinningur og væntingar

Það er okkar von að verkefnið:

 • Styðji og styrki við markvissar sögu-og samverustundir
 • Stuðli að samþættingu námsþátta samkvæmt Aðalnámsskrá leikskóla
 • Að allir starfsmenn skólans nýti sér sögupokana - sérstaklega fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í leikskólastarfi
 • Að námsefnið hvetji börnin til að tjá sig á fjölbreyttan hátt
 • Að námsefnið stuðli að auknum orðaforða, efli málvitund, hljóðkerfisvitund og sé góður grunnur fyrir áframhaldandi lestrarfærni
 • Að auðvelt sé að sníða efnið að aldri og þroska barnanna
 • Að efnið styðji við og styrki nám og kennslu barna með sérþarfir
 • Skemmtileg viðbót við efnivið leikskólans sem vekur gleði bæði hjá börnum og starfsfólki
 • Gleði og gaman!

Lokaskýrsluna er hægt að sækja inn á þessari vefslóð

https://www.gardabaer.is/ibuar/skolar-og-daggaesla/grunnskolar/throunarsjodir/

© 2016 - 2022 Karellen