Karellen
news

​Logi og Glóð heimsækja elstu börnin

04. 10. 2022

Tveir úr röðum slökkviliðs komu til að hitta elsku börnin.

Þau fengu fræðslu um eldvarnir og störf slökkvimanna, t.d. að stundum þurfa þau að bjarga köttum úr trjám. Þau fengu að sjá mann með reykkafaragrímu og heyra hvernig hann hljómaði, bæði þegar hann andaði og talaði. Þau fengu að sjá stutt myndbrot með Loga og Glóð um eldvarnir og að lokum skoða slökkvibíl sem vakti að sjálfsögðu gríðarlega lukku.


© 2016 - 2023 Karellen