Karellen
news

Vasaljósadagur

18. 01. 2022

Í morgun var vasaljósadagur hjá okkur á Ökrum, þá komu flest börn með vasaljós til að leika sér með í myrkrinu. Við slökktum svo ljósin í leiksólanum kl:9:15 til ca 9:45 og þá léku börnin sér með vasaljósin sín. Það var mismunandi eftir deildum hvað var gert, t.d. var Mói með smá skuggamyndir af dýrunum sem þau eiga en það gekk brösulega þar sem börnunum fannst þetta svo spennandi að þau vildu alltaf fara sjálf fyrir ljósið :-)

Þar sem það var ennþá dimmt úti þegar við fórum út þá fengu börnin einnig að fara með vasaljósin í útiveru.

Þetta var mjög skemmtilegur morgun hjá börnum og starfsfólki.

© 2016 - 2022 Karellen