Karellen
news

Útskrift og opið hús

24. 05. 2022

Á miðvikudaginn var útskrift elstu barna og voru þau búin að æfa sig að syngja í kór og fluttu þau nokkur lög fyrir foreldra og systkini inn í sal, tóku svo við útskriftarplaggi og rós. Að lokum var haldið pálínuboð þar sem allir gátu fengið sér eitthvað gott í gogginn.

Á fimmtudag voru börnin að teikna, mála og kubba allskonar listaverk sem þau hengdu upp fyrir opna húsið sem var á föstudag????.Það var mjög gaman að sjá hvað það mættu margir á opna húsið bæði foreldrar barna sem eru í leikskólanum og svo nýir foreldrar og börn sem koma í haust.

© 2016 - 2023 Karellen