Karellen
news

Útskriftarferð

18. 05. 2022

Útskriftarferðin gekk svona glimrandi vel og lögðum við af stað frá leikskólanum í sól og blíðu rétt upp úr kl. 9 og keyrðum í Ölver sem er undir Hafnarfjalli.Þar eru sumarbúðir á sumrin þannig að það eru frábærar aðstæður fyrir barnahópinn til að leika úti í náttúrunni og frábært hús fyrir börnin til að borða og leika sé ef veðrið er leiðinlegt.

Við komum um 10 leitið og byrjuðum á því að fara í ávaxtastund inni og svo fóru allir út að leika sér í hinum ýmsu rólum, klifurgrindum, fótbolta og svo voru litlir kofar þarna sem börnin léku sér í líka.Það byrjaði að rigna rétt um hádegið og þá fórum við inn og borðuðum pylsur og svo var kóræfing og eftir það var leikið inni og úti eins og þau vildu.Við fengum okkur svo samloku, kleinu og svala áður en við lögðum af stað aftur í bæinn.© 2016 - 2023 Karellen