Karellen
news

Útskrift Skólahóps

26. 05. 2023

Síðasta þriðjudag útskrifuðum við skólahópinn okkar. Við buðum fjölskyldum að koma og fagna með þeim. Börnin voru búin að undirbúa tvö lög sem að þau sungu fyrir gestina af fullum hálsi. A og B úr Emil í Kattholti og Draumar geta ræst eftir hann Jón Jónsson.

Þau stóðu sig með prýði og fengu þau við athöfnina afhent skírteini og rós. Boðið var upp á ávaxta- og grænmetisbakka með myndasýningu í lok útskriftar. Við þökkum við þessum yndislegu börnum fyrir samveruna síðustu ár og óskum þeim bjartrar framtíðar.

© 2016 - 2024 Karellen