Karellen
news

Sveitaferð

06. 05. 2022

Á mánudaginn var farið í sveitaferð að Hraðastöðum í Mosfellsbæ.

Það voru þrjár rútur sem lögðu af stað klukkan 9:30 um morguninn og einnig voru nokkrir á einkabílum. Það var virkilega gaman að sjá öll dýrin kindur og lömb, geitur og kiðlinga, hesta, hvolp, kettlinga og kanínur. Síðan voru grillaðar pulsur og vorum við svo heppin að ná að klára að borða og pakka niður áður en það fór að rigna.


© 2016 - 2023 Karellen