Karellen
news

Öskudagur

08. 03. 2022

Það var aldeilis fjörið hjá okkur í síðustu viku sem byrjaði með heilmiklu bolluáti og daginn eftir saltkjöt og baunir sem var mis vinsælt á milli deilda. Mói var með vinninginn þar því flest börnin þar borðuðu mjög vel af súpunni og kjötinu :-)

Á miðvikudag var svo öskudagurinn og þá skiptum við hópnum í tvennt þar sem yngri voru með sér ball og að slá köttinn úr tunnunni og svo eldri á eftir. Það er alltaf mikið stuð og mikil spenna á þessum degi og öll börnin glöð í dagslok og kannski pínulítið þreytt en það tilheyrir bara spennunni :-)

© 2016 - 2022 Karellen