Karellen
news

Gjöf frá dönskum kennurum

13. 04. 2022

Þriðjudaginn 12. apríl komu 10 danskir kennarar í heimsókn að skoða og fræðast um leikskólann okkar. Það var mjög gaman að fá þá í heimsókn og segja þeim frá og sýna og jafnframt að heyra frá þeirra skólum. Dönsku kennararnir gáfu okkur bók, súkkulaði og lego kubba að gjöf og var mikil gleði inn á deild þegar krakkarnir fengu kassann í hendurnar og voru þau ekki lengi að setja þetta saman. Takk fyrir okkur :)

© 2016 - 2024 Karellen