Karellen
news

Eldgosa tilraun

04. 10. 2021

Á föstudaginn fór Hjördís deildarstjóri á Engi ásamt elstu drengjunum í Krónuna og keyptu allt sem til þurfti til að gera eldgostilraun. Þegar þau komu heim kölluðu þau á öll börnin á Engi og Mýri til að koma út og fylgjast með.

Tilraunarspurningin var: Hvort gýs hærra Pepsí Max eða kók? Það var byrjað á Pespíinu, Hjördís opnaði flöskuna og setti mentos töflurnar ofaní, en pepsíið gaus strax og fékk Hjördís pepsí yfir sig alla. Gosið var stutt í pepsíinu og var helmingurinn eftir í flöskunni.

Þá var kókið sótt, Hjördís setti mentos töflurnar ofaní og hún gat sett fleiri ofaní kókið áður en það fór að gjósa. Vá það varð heljarinn gos sem stóð mun lengur yfir en Pepsí gosið. Krakkarnir réðu sér varla fyrir spenningi og kátínu yfir gosinu.

Niðurstaðan var sú að kók er betra þegar kemur að því að gera gos :)

© 2016 - 2022 Karellen