Karellen
news

10 ára afmæli Akra

13. 01. 2022

Í gær héldum við upp á 10 ára afmæli leikskólans með eins miklu pompi og prakt eins og aðstæður leyfa. Við skreyttum deildarnar og sungum afmælissögnin hver inn á sinni deild.

Það var mikil gleði og spenna hjá börnum og starfsfólki því við fengum stóran hoppukastala inn í salinn og skiptust deildarnar á að fara þannig að hver deild fékk að fara tvisvar yfir daginn í kastalann.

Í hádeginu fengum við pizzu og svo var hrökk kex og afmæliskaka í kaffinu, öllum til mikillar gleði :-)


© 2016 - 2022 Karellen