Karellen

Fatnaður barna

Mikilvægt er að fatnaður barna sé þægilegur. Í leikskólanum vinnum við með ýmis efni s.s liti, lím og málningu sem getur farið í föt barnanna þrátt fyrir að þau séu í svuntum, vinsamlegast takið tillit til þess. Reynslan hefur sýnt okkur að merkt föt skila sér betur. Hugmyndir af útifötum og aukafötum í tösku:

Aukaföt
Nærföt
Sokkar
Gammósíur / sokkabuxur
Buxur
Bolur
Peysa
Útiföt
Regngalli
Kuldagalli
Stígvél / kuldaskór
Hlý peysa / hlýjar buxur
Húfa
Vettlingar
Ullarsokkar

Gott er að taka töskuna með sér heim á föstudögum til að yfirfara fatnaðinn svo allt sé til staðar eftir helgina.

© 2016 - 2022 Karellen