Karellen
news

Útskrift og útskriftarferð

08. 06. 2020

Útskrift elstu barna á Ökrum vor 2020

Útskriftarferð var farin inn í Ölver undir Hafnarfjalli. Mjög vel heppnuð ferð í alla staði. Lögðum af stað í frekar leiðinlegu veðri en Ölver tók á móti okkur í fallegu veðri og börnin nutu þess að leika sér í þessu dásamlega umhverfi.

Útskriftardagurinn, stór og mikill dagur á leikskólanum. Um morguninn var general-prufa og var þá sungið fyrir allan leikskólann. Kl. 17.30 var síðan útskriftin, krakkarnir mættu með foreldrum sínum og systkinum. Foreldrar fóru inn í sal en krakkarnir hittust öll inni á Engi. Þegar allir voru komnir gengu þau saman inn í sal og þar tók Katrín á móti þeim. Hún er búin að vera með kóræfingar frá áramótum með hópnum. Þetta gekk ótrúlega vel. Börnin sungu 3 lög, Krummi svaf í klettagjá, Sá ég spóa (keðjusöngur) og Think about things með Daða og Gagnamagninu. Þau voru búin að búa sér til hljóðfæri sem þau notuð sem leikmuni í því lagi auk þess sem viðeigandi dans var dansaður. Foreldrar sátu og hrifust með sem og starfsfólkið.

Sigrún leikskólastjóri útskrifaði síðan hvert og eitt þeirra með skjali, rós og faðmlagi. Allt gekk eins og í sögu. Eftir athöfn á sal fóru börnin ásamt foreldrum inn á sína deild og fengu ferilmöppurnar sínar og önnur verk afhent. Það voru stolt börn, stoltir foreldrar og stolt starfsfólk sem fór heim með gleði í hjarta.


© 2016 - 2024 Karellen