Karellen
news

Þorrablót 2018

19. 01. 2018

  • Í dag var haldið þorrablót hjá okkur á Ökrum. Við byrjuðum morguninn að syngja saman inn í sal nokkur vel valin Þorralög og voru börnin á Mýri að aðstoða og kynntu þau lögin. Í hádeginu borðuð Lyng og Mói saman inn í sal klukkan 11:30 og síðan Engi og Mýri klukkan 12:15. Börnin voru mjög áhugasöm um þorramatinn og voru mörg börn sem smökkuðu hákarl og stóðu sig eins og hetjur. En þegar þau sáu sviðakjammann þá voru þau ekki eins spennt að smakka en prufuðu að lykta og var það nóg. Þetta var skemmtilegur dagur og margt nýtt að sjá og smakka.


© 2016 - 2024 Karellen