Jólaball Akra

18. 12. 2017

Föstudaginn síðastliðinn var jólaball Akra haldið með tilheyrandi glaum og gleði. Við byrjuðum á því að setjast í hring og kveikja á aðventukertunum og eftir það var svo dansað og sungið saman. Það komu svo tveir jólasveinar, þeir Stekkjastaur og Gluggagægir og sungu með okkur nokkur lög og eftir það færðu þeir börnunum gjafir sem vakti mikla gleði hjá hópnum. í hádeginu borðuðum við svo hangikjöt með öllu tilheyrandi og smákökur í kaffinu.

© 2016 - 2019 Karellen