Karellen
news

Flæði á milli deilda

31. 01. 2020

Í dag var Flæði en þá flæða börn og starfsfólk um allan skólann. Leikskólanum er skipt upp í 6 svæði og er þema á hverju svæði en það eru vísindi, ýmsir kubbar, sögupokar, listasmiðja, hreyfing í salnum og tónlist. Hvert barn og hver kennari velur sér svæði eftir áhuga. Leiktíminn er u.þ.b. klukkutími í senn og á hverju svæði fer fram fjölbreytt starf þar sem allir eru virkir. Með flæðinu eykst fjölbreytni í starfinu þar sem áhugi hvers og eins fær að njóta sín. Börn og kennarar kynnast þvert á deildir og við nýtum styrkleika hvers og eins. Í flæðinu lærum við hvert af öðru og styrkjum skólann sem eina heild.

© 2016 - 2024 Karellen