Álftanesferð

28. 07. 2017

Á þriðjudaginn ákváðum við að gera eitthvað öðruvísi og fórum við í strætóferð út á Álftanes. Þegar við vorum komin þangað tók talsvert rok á móti okkur en við ákváðum að láta það ekki á okkur fá og fórum í heimsókn á leikskólann Krakkakot. Þar vorum við úti í klukkutíma að leika og tókum þá strætó heim til Öggu og grilluðum pulsur. ÞAr sem við vorum þreytt á rokinu þá borðuðum við inni. Eftir hádegismatinn fórum við á rólóinn og lékum okkur þar til strætó kom og fór með okkur aftur út á Akra.© 2016 - 2019 Karellen