news

Aðlögun nýrra barna og fleiri fréttir

18. 08. 2020

Í gær byrjaði fyrsti hópurinn í aðlögun en í vetur verður 91 barn í leikskólanum. Mikið var um að vera í síðustu viku elstu börnin að kveðja áður en þau hefja sína grunnskólagöngu. Það var mjög gaman að fylgjast með þeim börnum sem voru að flytjast á milli deilda fara með fötin og töskuna sína full tilhlökkunar.

Eins og oft á haustin eru einhverjar mannabreytingar en við erum heppnar að margir starfsmenn eru búnir að óska eftir að starfa í hlutavinnu með skóla.

Á heimasíðu skólans má sjá skipulagsdagana núna í vetur og þá daga er leikskólinn lokaður. Hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur efni á heimasíðu leikskólans þar er hægt að finna margt áhugavert efni.

Við viljum benda foreldrum á helstu áhersluþætti á leikskólanum vegna Covid-19

  • Foreldrar komi aðeins inn í fataklefann nema þeir foreldrar sem eru með barn í aðlögun
  • Heimilt er að hafa 1 metra á milli einstaklinga í leikskólanum
  • Vinsamlegast sprittið hendur í upphafi og lok heimsóknar í fataklefanum.
  • Foreldrar sem eiga systkini á leikskólanum ganga ekki í gegnum salinn.
  • Útivist verður flesta daga eða eins og veður leyfir, því mikilvægt að hafa réttan klæðnað við hendina.
  • Ef barn er ekki tilbúið til þess að taka þátt í öllu starfi leikskólans, útivera þar með talin er best að það sé heima.

Bestu kveðjur

Starfsfólk Akra


© 2016 - 2021 Karellen