news

Heimsókn í 101 Rvk

19. 09. 2018

Elstu drengirnir fóru með strætó niðri miðbæ Reykjavíkur í morgun. Þar gengu þeir hjá tjörninni, skoðuðu endurnar og spjölluðu við kínverska túrista (lærði m.a. að segja bæ á kínversku). Svo fóru þeir í Ráðhús Reykjavíkur þar sem var risagötukort á gólfinu, myndir á veggjum og fleira skemmtilegt að sjá t.d.styttu af skríðandi manni sem Flóki sagði okkur að hefði verið langafi hans. Síðan var gengið að Alþingishúsinu (sem var því miður læst), heilsað upp á styttu Jóns Sigurðssonar og svo bauð Kata upp á kleinur því við vorum orðin svo svöng af allri matarlyktinni sem angaði í bænum.


© 2016 - 2019 Karellen